Söluverð notaðra bíla
Raunverulegt söluverð notaðra bíla er í mörgum tilfellum talsvert annað en verðið sem var sett á bílinn í upphafi. Það getur því verið mjög þægilegt fyrir bæði kaupendur og seljendur að vita hvað sambærilegir bílar hafa selst á í raun og veru. Bílgreinasambandið hefur þróað Raunverd.is til þess að gera aðstoð fólk við að eiga auðveld bílaviðskipti með notaða bíla. Hér á síðunni Raunverd.is er hægt að nálgast upplýsingar um raunverulegt söluverð notaðra bíla á gegn vægu gjaldi.
Hvað er rétt söluverð á notuðum bíl
Oft er spurt hvað er rétt söluverð á notuðum bíl? Góð spurning sem erfitt er að svara en með tilkomu upplýsinga um raunverulegt söluverð á hverjum notuðum bíl sem er seldur þá opnast aðgengi að dýrmætum upplýsingum sem geta svarað þessari spurningu. Þegar þú ert að velta fyrir þér hvort bíllinn sem þú ert að skoða eða sem þú ætlar að selja sé rétt verðlagður þá getur marg borgað sig að fara yfir hvað sambærilegir bílar hafa verið að seljast á að undanförnu.
Söluverð notaðra bíla og ástand
Söluverð og ásett verð getur verið ólíkt á milli þeirra fjölmörgu aðila sem selja notaða bíla. Söluverð hjá umboðum og bílasölum getur verið frábrugðið en einnig það sem er boðið í gegnum vefsíður og samfélagsmiðla þar sem eigendur eru að selja milliliðalaust. Það er mikilvægt við kaup á notuðum bíl skoða hann vel. Mjög gott er að leita til fagaðila sem gefa sig út fyrir að framkvæma söluskoðun á notuðum bílum. Það eru margir þættir sem hafa áhrif á verð notaðra bíla og ástand þeirra er þar einn af lykilþáttum. Það er því mikilvægt að skoða og greina vel söluverð á notuðum bílum inni á Raunverd.is og taka svo með í reikninginn ástandið á þeim bíl sem verið er að skoða.
Skráð söluverð á notuðum bílum inni á www.raunverd.is geta í einhverjum tilfellum verið lægri vegna óvenjulegs ástands á einstaka ökutæki en í þeim tilfellum þar sem söluverð á notuðum bíl er langt frá því sem gengur og gerist þá er það söluverð ekki tekið inn í niðurstöður á þanngi bílum. Ástæðan er sú að sölur á bílum sem eru bilaðir, hafa lent í tjóni eða eru verðlagðir langt undir eða yfir markaðsvirði af einhverjum ástæðum geta ekki skekkt heildmyndina á markaðsvirði slíkra bíla.
Hvort sem þú ert að kaupa eða selja notaðan bíl þá er mikilvægt að átta sig á því hvers virði er bíllinn. Raunverð veitir upplýsingar raunverulegt söluverð notaðra bíla.